18.05.1949
Sameinað þing: 113. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 2174 í B-deild Alþingistíðinda. (3241)

Þinglausnir

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér fyrir hönd okkar þm. að þakka hæstv. forseta góðar óskir í okkar garð. Við kveðjum hann nú eftir langan vetur, er hann heldur heim til bústarfa sinna við Húnaflóa, þar sem hafísinn siglir nú inn. Við óskum honum góðrar heimferðar og heimkomu og honum og fjölskyldu hans góðrar heilsu. Við vonum að hitta hann heilan á komandi hausti. Ég vil svo biðja alla hv. þm. að rísa úr sætum sínum til virðingar við hæstv. forseta. — [Þm. risu úr sætum.]