10.03.1949
Neðri deild: 78. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í C-deild Alþingistíðinda. (3309)

88. mál, húsaleiga

Jóhann Hafstein:

Ég var ekki að beina ásökunum til hæstv. forseta, heldur til þeirra, sem sök eiga á þessu. Það má kannske einu skipta, þó að málið sé tafið einn dag, ef hæstv. forsætisráðh. óskar þess, en það situr sízt á honum að tefja það, því að það var samkv. ósk frá honum og fyrir tilmæli hans, að málið var upphaflega flutt. Eftir þessar upplýsingar vænti ég þess, að málið verði tekið fyrir á næsta fundi.