05.04.1949
Neðri deild: 86. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í C-deild Alþingistíðinda. (3390)

49. mál, dýrtíðarráðstafanir

Sigurður Guðnason:

Ég vil endurtaka það, að dýrtíðarlögin hafa ekki náð tilgangi sínum. Allir í verkalýðsstétt eru sannfærðir um, að þau hafa ekki náð tilgangi sínum. Þau hafa ekki tryggt atvinnu, því að á þessu ári hefur atvinnuleysi farið ört vaxandi, þótt ekki sé það orðið kroniskt, eins og var fyrir stríð.

Ég vil biðja hv. þm. að athuga, að þessa dagana og vikurnar hafa mörg smærri félög farið fram á kauphækkanir, svo sem verkakvennafélagið Framsókn, bílstjórar, trésmiðir o. fl., og yfirleitt miðast kaupkröfurnar við vísitöluskerðinguna. Nú er það vitanlegt, að flest verkalýðsfélög, sem hafa mánaðar uppsagnarfrest, en það er heiftin af vinnandi mönnum í landinu, sem segja upp samningum sínum, ef þetta frv. hér verður fellt og Alþýðusambandið tekur upp þessa kröfu um hækkun kaups, sem nemur vísitöluhækkuninni frá 1947, og þá skellur yfir alda á uppsögn samninga. Fram hjá því verður ekki hægt að komast. Og háttvirtir þingmenn, sem eiga að ráða og bera ábyrgð á afkomu þjóðarinnar, verða nú að gera upp við sig, hvort átt skuli á hættu, að barizt verði um þessar kjarabætur, eða Alþ. taki þann kostinn að afnema vísitölubindinguna með þjóðarhag fyrir augum.