14.03.1949
Efri deild: 77. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 185 í C-deild Alþingistíðinda. (3485)

75. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Um þetta mál er ekki margt að segja. Það fer lítið fyrir því, en það er því meiri stórhugur í því. Þar sem þetta er stjórnarskrárbreyt., hefði verið æskilegt, að hæstv. forsrh. hefði verið viðstaddur, en hann mun hafa öðrum hnöppum að hneppa í sambandi við umr. í Nd.Allshn. lítur svo á, að ekki sé rétt að taka þetta eina atriði sérstaklega burt, heldur sé það rétta það að fela þeirri n., sem nú vinnur að þessu máli, að koma fram með till. um þetta. Allshn. taldi það eðlilegra, og leggur því til, að málið verði afgr. með rökst. dagskrá, sem ég skal leyfa mér að lesa upp, með leyfi hæstv. forseta, þar sem svo langt er liðið síðan hún kom fram. Dagskráin er þannig:

„Þar sem deildin telur rétt og eðlilegast, að stjórnarskrárnefnd sú, er nú starfar, athugi þær breytingar á stjórnarskránni, er frv. þetta ræðir um og leggi fram breytingar í þá átt, ef hún álitur ástæðu til þess; tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“

Í raun og veru tel ég með þessu nóg sagt, eins og nú standa sakir, og ætla ekki að teygja lopann frekar, nema sérstök ástæða gefist til.