19.12.1948
Efri deild: 43. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 225 í B-deild Alþingistíðinda. (353)

107. mál, dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveganna

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta frv. hefur mikið verið rætt í gær og dag í þessu húsi og nú seinast var það til 1. umr. í þessari hv. d., og skal ég ekki vera um það margorður. Ég vil aðeins taka það fram frá meiri hl. fjhn., að þrír nm., hv. 1. þm. Eyf., hæstv. forseti þessarar d., hv. 7. 1andsk. þm. og

ég, höfum mælt með því, að frv. yrði samþ. óbreytt. Hv. 1. þm. Eyf., hæstv. forseti, og ég vorum s.l. nótt á fundi með hæstv. ríkisstj. og hv. fjhn. Nd. og unnum með þeim að brtt., sem hv. fjhn. Nd. lagði fram, og var okkar samþykkis þá leitað, og töldum við okkur geta fallizt á þær brtt., og þar sem þær náðu samþykki hv. Nd., sjáum við ekki ástæðu til að gera frekari breyt. á frv. Hv. 7. landsk. þm. hafði einnig fylgzt með málinu, áður en það kom fram. Við teljum, að með þessu frv. sé að mjög verulegu leyti hlaupið undir bagga með útveginum. Að vísu lít ég svo á, að þetta sé enginn alverkandi lífselexír, en ef skilningur góður er á þeirri hjálp, sem hér er látin í té, og menn trúa því, að komast megi fram úr erfiðleikunum, þá geri ég mér góðar vonir um, að frv. verði til allmikils gagns fyrir sjávarútveginn. Ég trúi því ekki, að útvegsmenn haldi því fram í alvöru, að ráðizt verði í verkföll, heldur reyni þeir allt hvað má til að yfirstíga erfiðleikana, vitandi það, að ríkisstj. er öll af vilja gerð að haga svo málum, að sem bezt megi verða fyrir þá, sem njóta eiga aðstoðarinnar, og vonandi er, að guð hjálpi þeim, sem hjálpar sér sjálfur, og vænti ég þess, að þetta frv. verði til nokkurs gagns. Fram komnar brtt. mun ég ekki fara út í að ræða að þessu sinni.