06.05.1949
Neðri deild: 102. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 233 í C-deild Alþingistíðinda. (3563)

166. mál, utanríkisráðuneytið og fulltrúar þess erlendis

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. allshn. fyrir að hafa afgr. þetta mál mitt og hv. 1. þm. Rang. á tiltölulega skömmum tíma. Að sjálfsögðu er ég ekki jafnánægður með afstöðu allra hv. nm. og get ekki fallizt á till. hv. meiri hl. á þskj. 599. Við 1. umr. frv. gerði ég nokkra grein fyrir málinu, og því til viðbótar hefur hv. frsm. minni hl., hv. 1. þm. Árn., bent á rök því til stuðnings. Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka neitt af því, er komið hefur fram frá okkur, er fylgjum þessu máli.