09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í C-deild Alþingistíðinda. (3600)

34. mál, fjárhagsráð

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Það er um dagskrá. Hæstv. forseta er vel ljóst, að hér er á ferðinni eitt allra mesta hitamál þingsins. Og ég vildi mjög mælast til þess, að hann frestaði þessari umr., þar til fleiri hv. þm. væru við og þar til hæstv. viðskmrh. væri viðstaddur til þess að ræða þetta mál. Ég vonast til þess, að hæstv. forseti vilji verða við því, að þetta mál verði geymt, þar til hægt er að ræða það við hæstv. ráðh., og þá rætt þegar betur stendur á heldur en nú, þar sem menn hafa staðið hér í umr. síðan kl. tvö í dag.