09.05.1949
Efri deild: 101. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í C-deild Alþingistíðinda. (3601)

34. mál, fjárhagsráð

Forseti (BSt):

Mér hefur aldrei komið til hugar úrslitaafgreiðsla þessa máls nú. En mér virðist ekki sérstök hætta á ferðum, þó að málinu væri nú vísað til n., þannig að samkomulag gæti orðið um það, að málið gæti komizt til n., því að þó að svo væri, þá gæti nú bæði það komið fyrir, að nefnd afgr. ekki málið og það kæmist þá ekki lengra. Og þar að auki, þó að n. afgr. málið, væru þó tvær umr. um það eftir. — En að sjá um, að hlutaðeigandi ráðh. verði við umr., til þess treysti ég mér blátt áfram ekki. Og að gera kröfu til mín um það, er að gera kröfu, sem ég get ekki uppfyllt. — Var það meining hv. þm. Barð. að kveða sér hljóðs um þetta mál? (GJ: Ég þarf að ræða lengi um þetta mál við 1. umr.) — Það er sýnt, að það er ekki hægt að koma málinu til 2. umr. og n., sem ég hafði nú ætlað mér nú í kvöld. Umr. um málið er því frestað.