17.05.1949
Efri deild: 112. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í C-deild Alþingistíðinda. (3613)

34. mál, fjárhagsráð

Frsm. minni hl. (Hermann Jónasson) :

Herra forseti. Eins og ég sagði áður utan dagskrár, þegar rætt var um meðferð þessa máls, þá hefur þetta mál verið margrætt á mannfundum, í blöðum og útvarpi og á Alþ. líka. Ég hygg fá mál verið hafa rædd meir af mönnum en þetta. Ég efast því eigi um, að það sé að bera í bakkafullan lækinn að hafa hér langa framsögu. Það yrði endurtekningar á því, sem margsagt hefur verið, bæði á þ. og víðar. Og einnig má vera ljóst, að um málið hafa hv. þm. fyrst og fremst myndað sér rökstudda skoðun. — Ég sé því eigi ástæðu til að hafa þessa framsögu lengri og vísa til hinnar stuttu grg. og legg til, að málið verði samþ.