10.03.1949
Efri deild: 73. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 361 í C-deild Alþingistíðinda. (3757)

138. mál, eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Ég vil taka undir það, sem fram hefur komið, að frv. væri aðgengilegra, ef þessi tilrauna-embættismaður væri ekki skipaður og allra sízt skipaður af forsetanum. Það tel ég, að væri óþarflega fast hnýtt, og heppilegra að gera þessa tilraun í krafti ráðherravaldsins, enda væri það eðlilegasta leiðin. Og í framhaldi af því leyfi ég mér að bera fram eftirfarandi rökst. dagskrá, með leyfi hæstv. forseta:

„Þar eð deildin lítur svo á, að ráðh. hafi fullar heimildir til þeirra sparnaðarráðstafana og þess eftirlits með opinberum rekstri, sem gert er ráð fyrir í frv. og í trausti þess, að þær heimildir verði notaðar, telur deildin frv. óþarft og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“