10.03.1949
Efri deild: 73. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 373 í C-deild Alþingistíðinda. (3763)

138. mál, eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana

Forseti (ÞÞ):

Ég vil, um leið og ég gef hv. 1. þm. N-M. orðið, aðeins taka fram, af því að ég get ekki farið niður úr forsetastólnum, að það er ekki rétt haft eftir mér, sem ég talaði um endurskoðun í embættisrekstri. Ég sagði, að þeir endurskoðendur, sem nú væru, kæmu allir undir þennan ráðsmann, þó að frv. væri samþ. Það eru a. m. k. fimm eða sex menn, sem nú athuga embættisrekstur hjá embættismönnum, og auðvitað hefðu þeir þá aðferð, að eftirlitsmaður ríkisins þyrfti ekki sjálfur að fara á alla staðina, þar sem embættismaður væri í starfi. (HV: Hann gæti sent stúlkuna stundum.)