25.11.1948
Neðri deild: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í B-deild Alþingistíðinda. (378)

2. mál, síldarbræðsluskip

Frsm. meiri hl. (Finnur Jónsson):

Ég vil taka það fram, að undirbúningur þessa máls er sjútvn. óviðkomandi. N. hefur með nál. sínu ekki lagt neinn dóm á það, hvort undirbúningur málsins eða kaupin hafi verið heppileg. Það, sem n. var spurð um, var, hvort hún vildi leyfa innflutning á skipinu, og brbl., sem gefin voru út um þetta, voru ekki lögð fyrir þingið fyrr en eftir að skipið var keypt. N. leggur ekki neinn dóm á kaupin, enda var álits hennar ekki leitað í því efni. Í n. var ágreiningur um það eitt, hvort taka skyldi upp í nál. fyrirvara hv. þm. Siglf. Hv. þm. Siglf. vildi ekki gefa í fyrirvara sínum algerlega rétta hugmynd um skoðun skipaskoðunarstjóra á málinu, og því var það ráð tekið að prenta bréf h.f. Hærings, skipaskoðunarstjóra og atvinnu- og samgöngumálaráðuneytisins sem fylgiskjöl með frv., svo að ekki yrði um það deilt, hvaða afstöðu hver aðili hefði haft. Þetta vildi ég taka fram, svo að ljóst sé, hvernig í málinu liggur.