25.11.1948
Neðri deild: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 245 í B-deild Alþingistíðinda. (379)

2. mál, síldarbræðsluskip

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Út af þeim umr., sem hér hafa orðið um undirbúning þessa máls, þykir mér rétt að taka það fram, að þó að ég hafi staðið að því, að frv. var flutt, hefur samgmrn. ekki haft undirbúning þess með höndum. Það er einkafélag, sem hefur haft þetta mál máð höndum, þótt opinberir aðilar hafi veríð þátttakendur í því. Þann 28. júní 1948 fer félagið fram á það við ráðuneytið, að það veiti innflutningsleyfi fyrir skipinu, en þá er þegar búið að kaupa skipið. Þetta er það fyrsta, sem ráðuneytinu berst um málið. Skipaskoðunarstjóri áleit ekki heppilegt að velta innflutningsleyfi fyrir skipinu að óbreyttum l. um eftirlit með skipum, og þess vegna voru brbl. gefin út. — Ég vildi láta það koma fram, að ráðuneytið hefur ekki annað gert í þessu máli, en að afgreiða umsókn um innflutningsleyfi, og kaupin voru þegar gerð, er þessi umsókn kom.