25.04.1949
Efri deild: 88. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í C-deild Alþingistíðinda. (3791)

138. mál, eftirlit með rekstri ríkisins og ríkisstofnana

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Út af ummælum hv. 1. þm. N-M. um till. hans á þskj. 482 vil ég leyfa mér að benda á, að b-liður 2. tölul. fjallar þar um óskylt mál efni frv., og getur engan veginn verið eðlilegt að setja slíkt ákvæði þar inn. Ef hv. þm. er hins vegar óánægður með afgreiðslu þessa máls, sem hann hefur oft rætt og stundum ekki haldið sér alveg á línu sannleikans, þá er leyfilegt fyrir hann að flytja sérstakt frv. um þetta, þótt þar væri aðeins fjallað um vinnutímann einan, og getur þá vel verið, að ég yrði honum sammála og fylgdi frv. En öll þessi ár hefur hann setið hér og ásakað aðra menn, en aldrei flutt um þetta neitt frv. sjálfur. Ég mun því ekki geta greitt till. hans atkvæði mitt.