25.11.1948
Neðri deild: 22. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í B-deild Alþingistíðinda. (388)

2. mál, síldarbræðsluskip

Jóhann Hafstein:

Herra forseti. Þetta verður aðeins örstutt athugasemd í sambandi við það síðasta, sem ég sagði áðan, að Jóni Gunnarssyni hefði ekki verið falið að annast skipakaupin. Og þá liggur þannig í þessu, að Ólafi Sigurðssyni var sérstaklega falið það verkefni að láta í ljós álit sitt um skipið. Að þeir fóru saman út, var vegna þess, að Jón Gunnarsson átti að hafa bæði aðstöðu og þekkingu til þess að segja til um hæfni skipsins og aðstoða til að koma fyrir vélum í skipinu, en um sjálf skipakaupin var Ólafur Sigurðsson fulltrúi stjórnar h.f. Hærings. — Ég vænti, að ég megi svo aðeins segja síðustu söguna, sem hann sagði, og benda honum á að fara og tala við samstarfsmenn mína í stjórn Hærings og leita sér upplýsinga um, hvernig skipakaupin gengu fyrir sig. Sagan er þannig, að þeir skoðuðu , fyrst skip ameríska sjóhersins á austurströndinni, á vesturströndinni fyrst Hæring, sem síðan var seldur ítölskum kaupanda. Þá skoðuðu þeir annað skip frá félaginu, en á meðan á þeirri skoðun stóð, gengu kaupin á hinu skipinu ti1 baka. Þetta skal ég láta Ólaf Sigurðsson staðfesta, og getur þá hv. þm; Siglf. sparað sér alla erfiðleika í sambandi við þennan söguburð, sem hann hefur verið með hér.