26.11.1948
Neðri deild: 23. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í B-deild Alþingistíðinda. (394)

2. mál, síldarbræðsluskip

Frsm. minni hl. (Áki Jakobsson):

Herra forseti. Hv. þm. las eina setningu úr bréfinu. Hann hefði átt að lesa setninguna á undan: „Það þótti strax sýnt,“ o.s.frv. Það er rétt hjá Ólafi Sigurðssyni, að það lágu fyrir mörg tilboð um skip, bæði í Evrópu og Ameríku, en það var bara ekki litið á tilboðin frá Evrópu. En sum skipin í Evrópu voru bæði betri og ódýrari og þeim fylgdi einnig sá kostur, að greiða mátti þau í pundum, en það var ekki litið á tilboðin frá Evrópu. Það er staðfest í skýrslunni; að sum tilboðin frá Evrópu voru lægri og mátti auk þess greiða í pundum, en ekki dollurum. En á þeim var, ekki gerð nein athugun, en aðeins var skroppið til New York til að athuga landgöngupramma.