17.02.1949
Neðri deild: 66. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í C-deild Alþingistíðinda. (3954)

98. mál, atvinna við siglingar

Frsm. (Áki Jakobsson):

Herra forseti. Þetta er aðeins einn votturinn um það öngþveiti, sem ríkir í menntamálum vélstjóra okkar, að þessi mál skuli flokkast undir þrjú ráðuneyti. Ég vil þakka hæstv. samgmrh. fyrir það, að hann vill beita sér fyrir því, að málið verði athugað, en það er nokkru erfiðara, þegar undir svo marga er að sækja, og væri kannske réttara, að þingið tæki málið í sínar hendur og fengi nefnd það til athugunar. Ég hef að vísu ekki ákveðnar till. í svipinn, en ef til vill mun sjútvn. þessarar d. hugleiða málið, ef hún sér ástæðu til þess.