26.11.1948
Neðri deild: 23. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 262 í B-deild Alþingistíðinda. (396)

2. mál, síldarbræðsluskip

Frsm. manni hl. (Áki Jakobsson):

Herra forseti. Það er ekkert undarlegt, þótt hv. þm. sé reiður, en stjórn Hærings á eftir að gera grein fyrir því, hvers vegna skip Jóns Gunnarssonar voru aðeins athuguð, og vænti ég, að þeir flokksbræðurnir, Sveinn Benediktsson og Jóhann Hafstein, reyni að skýra þetta.