16.05.1949
Efri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 497 í C-deild Alþingistíðinda. (4003)

98. mál, atvinna við siglingar

Forseti (BSt) :

Mér hefur borizt skrifleg brtt. við þetta frv., frá hv. 6. landsk. (StgrA), svo hljóðandi:

„Við 10. gr. Við gr. bætist ný málsgr., er orðist svo:

Þeir, sem lokið hafa hinu meira prófi frá vélfræðideild vélskólans í Reykjavík, skulu njóta fullra réttinda til gæzlu mótorvéla upp að 900 ha stærð, ef þeir uppfylla skilyrði þessarar greinar í stafliðunum a–e.“

Þessi brtt. er of seint fram komin og að nokkru leyti skrifleg, og þarf því afbrigði til þess, að hún megi koma fyrir, sem ég leita hér með.