17.05.1949
Efri deild: 112. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 498 í C-deild Alþingistíðinda. (4008)

98. mál, atvinna við siglingar

Frsm. minni hl. (Gísli Jónsson) :

Herra forseti. Út af fullyrðingum hæstv. ráðh., að hann hefði ekki heimild til þess að veita undanþágur, vil ég benda á það, að í l. um vélstjóra er þessi heimild gefin. Að vísu er þar átt við gufuvélar, því að þá var ekki þörf á heimild varðandi mótorvélar, en ég geri ráð fyrir, að meiri lögjöfnuður hafi verið notaður á öðrum sviðum en hér er þörf, til þess að þessi ákvæði taki einnig til mótorvéla.

Ég skal ekki fjölyrða frekar um málið nú, en ég vil mótmæla mörgum þeim fullyrðingum, sem hæstv. ráðh. kom með um þessa stétt.