17.02.1949
Neðri deild: 66. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 506 í C-deild Alþingistíðinda. (4042)

132. mál, kirkjugarðar

Sigfús Sigurhjartarson:

Herra forseti. Mig langar aðeins til að vekja athygli á því, að þetta frv., sem hér liggur fyrir, er alveg óvenjulega ómerkilegt frv., og er þá mikið sagt. Mér þótti hins vegar sem menntmnm. ekki rétt að hindra, að . n. flytti málið. Það eru nú litlar hömlur á því, að menn geti tekið upp heimagrafreiti, það þarf ekki nema einfalt leyfi til. En með þessu frv. á að binda þetta leyfi við ættaróðul, eða í öðru lagi verða menn að eiga langan veg til kirkjugarða. Mér sýnist, að í þessu heimagrafreitamáli sé ekki nema um tvennt að gera, þ. e. að hafa það eins og það er í l., að megi hafa heimagrafreiti og gera þar engan mun á jörðum eða mönnum, eða banna þá með öllu. Það er óeðlilegt að hafa forréttindi fyrir þá, sem eiga jarðirnar. Ég endurtek það, að þetta er nauðaómerkilegt frv. Ég mun þess vegna, þó að ég vildi ekki brjóta þá venju, að n. flytji mál fyrir ríkisstj., beita mér móti málinu.