16.05.1949
Neðri deild: 110. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í C-deild Alþingistíðinda. (4104)

162. mál, stóríbúðaskattur

forseti (BG):

Frá 6 alþm. hefur forseta borizt svo hljóðandi bréf:

„Vér undirritaðir alþingismenn leyfum oss hér með að bera fram þá kröfu til hæstv. forseta Nd., með skírskotun til 43. gr. þingskapa, að frv. til laga um stóríbúðaskatt (162. mál, þskj. 457) verði tekið á dagskrá næsta fundar í deildinni til 2. umræðu.

Alþingi, 14. maí 1949.

Skúli Guðmundsson, Helgi Jónasson, Halldór Ásgrímsson, Steingrímur Steinþórsson, Páll Þorsteinsson, Jón Gíslason.“

Forseti hefur séð ástæðu til þess að verða við þessari ósk, og hefur málið verið tekið á dagskrá þessa fundar.