17.05.1949
Neðri deild: 112. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í C-deild Alþingistíðinda. (4106)

162. mál, stóríbúðaskattur

Jörundur Brynjólfsson:

Við 1. umr. þessa máls var því vísað til allshn. Þegar málið var tekið fyrir á fundi n., samþ. meiri hl. að vísa því til bæjarráðs til umsagnar. Sú álitsgerð hefur ekki komið, og hefur málið ekki verið tekið fyrir í n. í annað sinn. Ég átel ekki forseta, þó að hann hafi tekið málið á dagskrá, þar sem svo er liðið á þingið, að því verður fljótlega slitið. Var því ekki um annað að ræða, en að láta það sofna í n. eða taka það fyrir með þeim hætti, sem orðið er. Ég tel málið vera réttmætt og sjálfsagt, að það komi til atkvæða í hv. þd. Ég get bæði vísað til efnis frv. og grg. þess og læt það nægja sem meðmæli með frv.