09.05.1949
Neðri deild: 104. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í C-deild Alþingistíðinda. (4154)

201. mál, innflutningur búfjár

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Landbn. hefur flutt smávægilega brtt. við 2. gr. frv. Er gr. umorðuð, og er breyt. gerð með tilliti til þess að samræma þennan viðauka við upphaflegu l. enn ákveðnar, en gert var. Er það sérstaklega með tilliti til þeirrar sóttvarnarstöðvar, sem gert er ráð fyrir, að ríkissjóður setji upp, í l. um meðferð búfjár og á að vera til staðar, ef innflutningur er leyfður á einhverju búfé. Nú hefur slík stöð ekki verið sett upp, og þótti því rétt í þessu frv. að taka greinilega fram um þessa stöð. Þess vegna er það sett í 2. gr., að þessi leyfi megi ekki veita öðruvísi en að sá, sem slíkt leyfi fær, setji upp sóttvarnarstöð í sambandi við bú sitt. Þetta átti í raun og veru að vera nægilega tryggt í upphaflegu l. En hér er um aukið öryggi að ræða, svo að ekki verður undan því komizt, að slíkt verði gert.

Auk þess er síðari málsgrein brtt. um það, að ef ríkið sjálft setur upp slíka stöð, þá geti það með sérstökum samningi falið þeim aðila, sem fengið hefur leyfi til innflutnings, að taka að sér sóttvarnarstarfið fyrir ríkið, ef um einhvern annan innflytjanda er að ræða.

Við teljum, að með þessu sé búið að tengja þetta svo fast við l. um innflutning búfjár, að ekki sé um neinn misskilning að ræða á neinn hátt eða hægt að víkja sér undan þeim sóttvarnarákvæðum, sem í þessum l. eru.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þessa brtt. Hún er frekar sem skýring á l. en að hún eigi að hafa nein ákvæði í sér í sjálfu sér.