16.05.1949
Efri deild: 111. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 566 í C-deild Alþingistíðinda. (4166)

201. mál, innflutningur búfjár

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Ég sé, að hér er búið að útbýta nál. á þskj. 782 frá meiri hl. landbn. Mér vitanlega hefur aldrei verið haldinn fundur í n. um málið og ég því ekki haft aðstöðu til að gefa út mitt minni hl. nál. Ég verð að segja, að þessu kann ég mjög illa.

Þorsteinn Þorsteinsson: Herra forseti. Það hefur yfirleitt verið svo í landbn. þessarar deildar, að gott samkomulag hefur verið þar í alla staði. Yfirleitt hefur verið mjög gott samkomulag milli formanns og ritara. Nú hafa allir þeir fjórir nm., sem hér eru greindir, ritað undir þetta nál. með eigin hendi, og héldum við, þar sem við vissum, að hv. 1. þm. N-M. var okkur ekki sammála, að hann mundi skila sérstöku áliti. Ætti þetta því ekki að verða til mikils skaða; þótt ekki sé boðaður sérstakur fundur í nefndinni.