17.02.1949
Efri deild: 61. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 590 í C-deild Alþingistíðinda. (4230)

135. mál, iðnskóli í sveit

Sigurjón Á. Ólafsson:

Það eru aðeins örfá orð, og hef ég litlu við það að bæta, sem sagt hefur verið, að þetta mál eigi heima í iðnn. Ég vil benda á, að hér fyrir þinginu hefur legið frv. að merkri löggjöf, sem er hvorki meira né minna en iðnaðarlöggjöfin sjálf, og hefur iðnn. alltaf haft slíkt til meðferðar. Ég mundi því telja, að verið væri að brjóta þær reglur, sem hér hafa gilt um það, til hvaða n. málum skuli vísað, ef þetta mál ætti að fara til menntmn.