02.02.1949
Sameinað þing: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í D-deild Alþingistíðinda. (4326)

21. mál, jeppabifreiðar

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Ég get ekki sagt hv. þm. Barð., hvort meir sé að marka eitt skjal heldur en annað frá fjárhagsráði. En ég hef leyft mér að trúa því, að sama upphæðin væri á skjölum þess, er send eru í ýmsar áttir. Í þeirri áætlun, sem okkur hefur borizt í hendur, er gert ráð fyrir 3 millj. kr. innflutningi á jeppabifreiðum, á sérleyfisbílum fyrir 1 millj. kr., á fólksbílum fyrir 750 þús. kr. (GJ: Hér eru skjölin.) Ég get náttúrlega haft skipti á skjölum við hv. þm. og byggt á þeim sem mínum. Þessari áætlun er gengið endanlega frá af fjárhagsráði, og síðan fáum við hana.