02.02.1949
Sameinað þing: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í D-deild Alþingistíðinda. (4331)

21. mál, jeppabifreiðar

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég tel það æskilegt, að hæstv. ráðh. gæfi Alþ. ýtarlega skýrslu um málið. (Samgmrh.: Hv. þm. getur fengið að líta á plöggin, sem eru í mínum höndum.) Já, það er ágætt. En ég hygg, að fleiri hv. þm. muni hafa hug á því að fá að vita eitthvað um þetta. Mönnum er I. skv. gert að skyldu að skila erlendum gjaldeyri til bankanna, eins þótt hann sé heiðarlega fenginn. Útflytjendum ber t. d. skylda til þess. Á þeim vandræðatímum, er nú eru í þessum og öðrum efnum, er vert að athuga, hvort sjómenn eigi að fá svo mikinn gjaldeyri til eigin nota sem nú fá þeir, m. a. til þess að kaupa bíla. Svo er hitt, að eigi hygg ég þá vera marga, sem búið hafa lengi erlendis. Mér hefur virzt sem námsmenn, þegar þeir hafa komið heim frá námi erlendis, hafi fengið leyfi til þess að flytja með sér bíl. En þar með verður að neita því, að námsmenn séu sveltir, úr því að þeir geta fengið sér bil í útlöndum. Ég hef jafnvel heyrt námsmenn tala um það að fá innflutningsleyfi fyrir bílum. Annars vil ég láta í ljós varðandi skýrslurnar um innflutning á bílum, að ég mun þá nota mér leyfi hæstv. ráðh. til þess að kynna mér þetta mál.