01.02.1949
Neðri deild: 56. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í B-deild Alþingistíðinda. (437)

17. mál, kjötmat o.fl.

Frsm. (Jón Sigurðsson):

Herra forseti. Þetta er alveg rétt hjá hv. þm. V-Húnv., að hann ræddi við mig um breytingar, sem hann taldi þurfa að gera á frv., og fékk ég þá málið tekið út af dagskrá, svo að n. gæti athugað það betur og sömuleiðis til að bera hugsanlegar breytingar undir yfirdýralækni og aðra þá, er stóðu að undirbúningi frv. Niðurstaðan varð sú, að læknarnir voru á móti breytingunni, sem talið var, að gæti komið til mála, og mér skildist, að sú breyting mundi ekki ná samþykki hv. Ed. N. hefur því ekki séð ástæðu til þess að bera fram brtt. í þá átt, en væntir þess, að bændum verði ekki gert harðkeyptara fyrir, en áður um þetta atriði þrátt fyrir strangari ákvæði l., og hefur n. þar fyrir sér orð yfirdýralæknis. Annars, ef frekari upplýsinga er óskað, þá vísa ég um hin faglegu atriði til yfirdýralæknis, sem hér er viðstaddur.