01.02.1949
Neðri deild: 56. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 293 í B-deild Alþingistíðinda. (439)

17. mál, kjötmat o.fl.

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hafði, eftir að hafa rætt við hv. frsm. landbn., frekar búizt við brtt. frá hv. n. Þar sem svo verður ekki, þá mælist ég til þess við hæstv. forseta, að hann taki nú málið út af dagskrá, svo að mér gefist kostur á að flytja brtt. Það mun ég gera eins fljótt og mér er unnt, svo að afgreiðsla málsins þurfi af þeim sökum ekki að tefjast.