23.02.1949
Sameinað þing: 42. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í D-deild Alþingistíðinda. (4390)

41. mál, náttúrufriðun og verndun sögustaða

Frsm. (Jón Gíslason) :

Herra forseti. Allshn. hefur athugað þessa þáltill. og leitað álits Náttúrufræðifélagsins og þjóðminjavarðar. Af svari Náttúrufræðifélagsins og bréfi frá menntmrn. kemur í ljós, að þegar mun hafinn undirbúningur að endurskoðun umræddra laga í sambandi við alþjóðasamband um fuglavernd, sem við Íslendingar erum aðilar að. En af þessu er ljóst, að fyrr. hluti till. er þegar kominn til framkvæmda. Um síðari hluta till. segir þjóðminjavörður, að l. um verndun náttúruverðmæta séu mjög aðkallandi, og hefur nefndin því orðið sammála um, að till. verði breytt í samræmi við það, að fyrri hluti hennar er kominn til framkvæmda.