29.03.1949
Sameinað þing: 58. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 96 í D-deild Alþingistíðinda. (4402)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að fara að tefja umr. hér utan dagskrár frekar en orðið er. Ég verð þó að segja það, að ég kann því afar illa, þegar 2. þm. Reykv. er hér með belging, þó að þetta atvik hafi komið fyrir, því að það er vitað, að hans flokkur og flokksmenn hafa gengið eins og grenjandi ljón um allan bæinn til þess að reyna að safna liði saman til þess að veitast að Alþingi, og þetta lið stendur saman af versta og siðlausasta hluta íbúa þessa bæjar, sem hafa látið ginnast til fylgilagsins. Svo stendur þessi hv. þm. upp og krefst öryggis, þegar gerðar eru ráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir aðsúg að þinginu. Ég verð að segja það, að ég kann þessu afar illa.