29.03.1949
Sameinað þing: 58. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í D-deild Alþingistíðinda. (4433)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Lúðvík Jósefsson:

Herra forseti. Ég gerði áðan fyrirspurn, sem ég óska eftir, að hæstv. forseti svari, en hún var um það, hvenær ráðgert væri að halda áfram með þetta mál, hvort það fengi eðlilega afgreiðslu í n. og hvort það yrði tekið til 2. umr. á morgun, eða hvort hún ætti að fara fram í kvöld eða nótt. Ef ég fengi skýr svör um, að venjuleg þingleg aðferð verði viðhöfð, þá mundi ég sennilega geta fallið frá orðinu.