29.03.1949
Sameinað þing: 58. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 181 í D-deild Alþingistíðinda. (4445)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Lúðvík Jósefsson:

Það eru aðeins tuttugu mínútur síðan ég spurðist fyrir um næsta fund, og þá sagði hæstv. forseti, að ekki væri kunnugt, hvenær hann yrði. Nú kemur fram beiðni um, að þm. verði kyrrir í húsinu í kvöld, en það bendir til þess, að meiningin sé, að 2. umr. verði í nótt. Ég lauk máli mínu síðast með því að segja, að ég notaði ekki minn ræðutíma í trausti þess, að 2. umr. færi fram á morgun. Ég vil því leyfa mér að spyrja, hvort ætlunin er að 2. umr. fari fram í nótt eða hvort fundur verður á morgun með venjulegum hætti. Þm. eiga fulla kröfu á því að fá að vita þetta.