30.03.1949
Sameinað þing: 59. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 184 í D-deild Alþingistíðinda. (4453)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Hannibal Valdimarsson:

Það er ekki vegna 37. gr., heldur sökum álitsgerðar hæstv. forseta, að ég tel þetta ofbeldislegt. Ég legg mest upp úr þessum orðum: „Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo, að hún standi skemur en 3 klukkustundir alls.“ Þetta virðist benda á, að beita megi ákvæði þessu, þegar liðið er á umræðurnar, og segi ég því nei og mótmæli hinum ofbeldiskenndu aðferðum.