30.03.1949
Sameinað þing: 59. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í D-deild Alþingistíðinda. (4495)

177. mál, þátttaka Íslands í Norður-Atlantshafssamningi

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Með því að búið er að fella till. á þskj. 508 og þar með neita að lofa þjóðinni að segja álit sitt á samningi þessum, svo og að neita að gera við hann viðauka, er tryggi rétt okkar Íslendinga, þá get ég ekki verið með samþykkt þessarar till.

Það er margt, sem veldur því, að ég er á móti samningnum, en þó sérstaklega það, að ég óttast, að þjóðin verði ekki spurð, hvað leyft verði eftir honum. — Það er sagt, að einn einvaldur sögunnar hafi sagt: „Þjóðin, það er ég.“ Við höfum hér á landi átt tvær ríkisstjórnir, þá, er nú situr, og þá, er sat næst áður, er hafa sýnt það, að þær hafa hvorki spurt utanrmn., Alþingi né þjóðina um, hvað þær skyldu gera, og ég óttast, að næsta aldarfimmtung getum við átt margar stjórnir, sem segi: „Þjóðin, það er ég“, og spyrji þjóðina því ekki um, við hvaða óskum og kröfum frá þjóðasamsteypu þeirri, er að samningnum stendur, hún verður. Hún segir: „Þjóðin, það er ég“, og spyr þjóðina ekki. — Því segi ég nei.