18.05.1949
Sameinað þing: 76. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 255 í D-deild Alþingistíðinda. (4563)

211. mál, launabætur til opinberra starfsmanna

Steingrímur Steinþórsson:

Herra forseti. Ég hef ásamt öðrum hv. þm. Framsfl. borið hér fram brtt. við aðaltill. í þessu máli, þar sem við leggjum til, að rannsókn fari fram á því máli, sem hér er til umr. Það er áhugamál okkar, að rétt rannsókn fari fram á þann hátt, sem fyrir er mælt í þeirri till. Nú er það venja, hygg ég, að ef máli er vísað til hæstv. ríkisstj., þá er talið, að þar með sé það algerlega úr sögunni. Ég mun því ekki greiða atkv. með till. hv. 2. þm. Skagf. að vísa málinu til stj., en mun að sjálfsögðu fylgja því fast eftir, að brtt. mín verði samþ. og sit því hjá.