28.03.1949
Sameinað þing: 57. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í D-deild Alþingistíðinda. (4609)

169. mál, vantraust á ríkisstjórnina

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Ég lít svo á, að hjá núverandi hæstv. ríkisstj. hafi margt farið miklu verr, en skyldi og stjórn hennar á ýmsum málum, t. d. viðskiptamálum og fjármálum, sé með öðrum hætti en vera ætti. En verði stj. vikið frá nú þegar, er hætt við, að erfitt muni reynast að mynda nýja stj. þegar í stað, og gæti þá svo farið, að afgreiðsla aðkallandi mála á þinginu, eins og t. d. samþykkt fjárlaganna fyrir þetta ár, sem ekki er lokið, en átti að ljúka fyrir síðustu áramót, væri stefnt í enn meiri óvissu, en nú er. Af þeirri ástæðu tel ég ekki fært að fylgja till. um vantraust á ríkisstj. að svo stöddu og greiði ekki atkv.