02.02.1949
Sameinað þing: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 449 í D-deild Alþingistíðinda. (4715)

50. mál, vinnufataefni o.fl.

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Ég stend nú í annað sinn á fætur á þessum fundi til þess að ræða um fundarsköp. Ég vil leyfa mér að spyrja hæstv. forseta, hversu lengi hann ætli að halda áfram þessum skrípaleik. Ég er eini maðurinn hér í deildinni auk flm., forseta og skrifara. Þetta er þyí fullkominn skrípaleikur. — Viðvíkjandi ummælum hv. 2. þm. Rang., að ég hefði þagað yfir því, er annar flokkur en Sjálfstfl. hefði haldið fund, er fundur stóð yfir í deildinni, þá er það ekki rétt. Enginn flokkur hefur haldið þingflokksfund meðan fundir stóðu yfir. En Framsfl. hélt miðstjórnarfund, en margir þm. þess flokks voru hér á fundi. — Ég vil svo endurtaka tilmæi mín um það, að þessum skrípaleik verði hætt.