25.02.1949
Sameinað þing: 44. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í D-deild Alþingistíðinda. (4824)

73. mál, Kaldaðarnes í Flóa

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Þetta skal ekki verða ræða af minni hálfu. Það var byrjað á því í þessu máli að hvísla úti í hornum. Og mér finnst fara vel á því, að það endi umr. um það hér á þingi með ræðu úr horni hv. þm. S-Þ. Og eins og ég hef áður sagt, þá á hvíslingameistarinn hér á þingi, hv. afsláttarþingmaður S-Þ., fullan rétt á því, að hann verði seinasti ræðumaðurinn í þessu máli.