22.04.1949
Sameinað þing: 67. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 596 í D-deild Alþingistíðinda. (4867)

121. mál, ríkishlutun um atvinnurekstur

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Það er ekki sérstaklega í tilefni af ræðu hv. 1. þm. Reykv. né andsvörum hæstv. forseta að ég vildi minna á, að Alþ. er fyrst og fremst löggjafarsamkoma. Löggjöfin fer fram í d., nema fjárl. og náskyld mál í Sþ. Þau mál, sem rædd eru í Sþ., eru því flest viljayfirlýsingar, er hafa vafasamt gildi. Í dag er 67. fundur Sþ., 86. fundur Ed. og 90. fundur Nd. Ég vil benda á, að það virðist sem Sþ. hafi tekið sér sæmilegan tíma til sinna mála á þessu þingi, og vekja athygli á því, að ýmis þýðingarmikil mál liggja fyrir d., er þarfnast afgreiðslu, og löggjöf er þýðingarmeiri, en viljayfirlýsingar. Ég vænti þess, að d. verði gefinn venjulegur tími til fundarhalda, og ekki breytt frá því, sem verið hefur um fundardag Sþ.