22.02.1949
Efri deild: 64. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 303 í B-deild Alþingistíðinda. (495)

9. mál, skyldueintök til bókasafna

Frsm. (Ásmundur Sigurðsson):

Herra forseti. Það er ekki þörf á langri framsöguræðu fyrir þessu nál. Frv. þetta var lagt fram á síðasta þingi, en ekki afgreitt. Hér er um að ræða stjfrv. Menntmn. hefur athugað það og leggur til, að það verði samþ. óbreytt, eins og sést í nál. Einn nm., hv. 1. þm. Reykv., var ekki á fundum og hefur því óbundnar hendur við afgreiðslu málsins. — Ég vil geta þess, að nafn hv. 2. þm. Árn. hefur af vangá fallið burt af nál., en hann mætti á fundinum og var samþ. því, að frv. yrði samþ. óbreytt. — Frv. það, sem hér um ræðir, er breyt. á mjög gömlum og úreltum l., sem fyllilega var þörf á að breyta. Þar sem frv. fylgja mjög skýrar aths., sem hv. þm. hafa vafalaust kynnt sér, sé ég ekki ástæðu til að hafa um það fleiri orð.