17.11.1948
Sameinað þing: 17. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 764 í D-deild Alþingistíðinda. (5070)

61. mál, launakjör alþingismanna

Forsrh. (Stefán Jóh. Stefánsson):

Herra forseti. Út af ræðum þeirra tveggja hv. þm. sem hafa talað í þessu máli og jafnvel brugðið ríkisstj. um skort á kjarki til að flytja frv. um það, nema allir þingflokkarnir stæðu að baki hennar, þá vil ég segja það, að það er eðlilegt, hvaða stjórn sem er, að hún vilji vita vilja þingflokkanna í þessu efni. Það er eðlilegt, að ríkisstj. vilji ekki standa í stríði við þm. út af launakjörum þeirra, heldur vilji hafa samvinnu þar um við allan þingheim. Einstakir þm. hafa ekki síður rétt til þess að flytja frumvörp en ríkisstj., og sú leið er hverjum þm. opin. Ef þingheimur er ekki sammála og stj. telur sér ekki fært að flytja slíkt mál, þá hefur hver þingmanna, sem vill, heimild til að gera það.