17.11.1948
Sameinað þing: 17. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í D-deild Alþingistíðinda. (5073)

908. mál, lýsisherzluverksmiðja

Áki Jakobsson:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að bera fram þau tilmæli við hæstv. forseta, að fundi verði nú haldið áfram, þótt liðinn sé venjulegur fundartími, og lokið við þær fyrirspurnir, sem hér eru á dagskrá og hæstv. ráðh. geta svarað að þessu sinni.

Ég bendi á það, að eiginlega urðu óhæfilega langar umræður um fyrstu fyrirspurnina (um bændaskóla), og ættu hæstv. ráðh. að taka nokkurt tillit til tímans og leitast við að stytta mál sitt í fyrirspurnatímunum, þótt þeir séu ekki bundnir við fimm mínútur.

Ég ber fram þessi tilmæli mín til hæstv. forseta fyrst og fremst vegna fyrirspurnar minnar, sem er nú næst á fyrirspurnalistanum.