18.11.1948
Sameinað þing: 18. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 791 í D-deild Alþingistíðinda. (5116)

912. mál, gjaldeyrismál

Gísli Jónsson:

Ég vil benda ráðh. á, að það eru til hliðstæð dæmi, sem ríkisstj. hefur tekið upp. Ég veit ekki betur, en eignakönnunin hafi verið byggð á því að gefa mönnum upp sakir, sem brutu l., því að það er viðurkennt af ríkisstj., að gengið hafi verið of langt í lagasetningu um það efni. Ráðh. veit, að búið var að ganga svo langt í þeim málum, að sjálft löggjafarvaldið varð að gefa syndakvittun í því máli, því að þjóðin leið undir öllu öðru. Hitt er allt annað atriði, að bæði hæstv. ríkisstj. og Alþingi einnig brugðust algerlega vonir um það fé, sem átti að koma inn fyrir þessar aðgerðir. Reiknað var þá með, að inn kæmi um 350 millj. kr., og menn vildu ekki trúa þeim tölum, sem ég stakk upp á þá í ríkisstj. En það er ekki hægt að horfa fram hjá því, að þau lög voru sett vegna þess, að allt of langt hafði verið gengið í þeim málum. Og það er stirðbusaháttur, ef samgmrh. vill láta þjóðina þola fyrr vöruhungurinn, flytja inn vörur fyrir þessa peninga, sem eru svo illa fengnir, að því er ráðh. talaði um. Ef hann hefur ekki manndóm til þess að ná þeim á eðlilegan hátt, er ekki um annað að gera, en fara þessa leið, sem hefur verið farin af ríkisstj., eða fá menn til þess að reyna aðrar leiðir, sem bæru einhvern árangur.