24.11.1948
Sameinað þing: 21. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 797 í D-deild Alþingistíðinda. (5127)

913. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Fjmrh. (Jóhann Jósefsson):

Þessar skuldir, sem standa úti hjá ýmsum aðilum, eru að sjálfsögðu varðandi reksturinn, og var ætlazt til þess, að þær yrðu greiddar af verði fyrir afurðirnar. Þegar svo fór þannig um síldarvertíðina sem raun ber vitni, er skiljanlegt, að lausaskuldirnar hafa safnazt fyrir. En vitaskuld verða S.R. að standa í ábyrgð fyrir þeim, þótt ríkissjóður geri það ekki.