02.12.1948
Sameinað þing: 23. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 814 í D-deild Alþingistíðinda. (5161)

918. mál, ríkisskattar samvinnufélaganna

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Herra forseti. Það hefur verið fjölyrt um það í blöðum, að samvinnufélögin væru skattfrjáls og væri með því hallað rétti borgaranna. Mér datt því í hug, hvort ekki væri gott að fá úr þessu skorið með því að spyrja hæstv. fjmrh., hvort ríkið hefði ekki fengið eitthvað í tekjur af samvinnufélögunum, og fara þá allt fram til ársins 1939, eða fram fyrir verðbólgutímabil stríðsáranna. Ég bendi á, að þau fyrirtæki, sem nefnd eru í fyrirspurninni, munu vera hæstu skattgreiðendur hvert á sínum stað. Ég geri ráð fyrir, að ýmislegt merkilegt komi fram við þessa umr., og býst við, að þeir, sem halda því fram, að samvinnufélögin séu skattfrjáls, verði fyrir allmiklum vonbrigðum að umr. lokinni.