26.01.1949
Sameinað þing: 32. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 824 í D-deild Alþingistíðinda. (5190)

95. mál, sjálfvirka símstöðin Akureyri

Fyrirspyrjandi (Sigurður E. Hlíðar):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. greið og góð svör hans. Þau bjóst ég raunar við að fá, en ég verð þó að segja, að þau hafa vakið hjá mér nýtt traust á því, að málið fái greiða afgreiðslu.

Hins vegar þaut öðruvísi í persónulegum skjá hv. þm. Ísaf., enda mun hann einkum hafa staðið á móti því í fjárhagsráði, að þetta mál næði fram að ganga, af hreinum hreppapólitískum metingi. Hann talar um bilanir á Vestfjarðalínunum, en hann veit, að þær hafa orðið í óvenjulegum harðindakafla, og hann má ekki vera svo þröngsýnn, að hann misnoti aðstöðu sína góðum málstað til tjóns, þar sem hann getur hjálpað. En hans veldi er nú reyndar lokið í fjárhagsráði sem betur fer.