02.02.1949
Sameinað þing: 35. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 839 í D-deild Alþingistíðinda. (5227)

923. mál, öryggi á vinnustöðum

Samgmrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Ég hef látið taka saman þennan kostnað og sundurliða hann nokkurn veginn eins og spurt er um. Kostnaðurinn skiptist þannig:

Nefndarmenn voru fimm: Jón Vestdal, Guðmundur H. Guðmundsson, Kristinn Ág. Eiríksson, Páli S. Pálsson og Sæmundur Ólafsson. Var Jón E. Vestdal formaður n. og fékk í laun kr. 10.473.00, en meðnm. hans hver um sig kr. 6.982.00. Skrifstofukostnaður nefndarinnar var kr. 10.000.00. Fyrir vélritun voru greiddar kr. 1.498.50, ferðakostnað kr. 6.573.00, ritföng, frímerki o. fl. þess háttar kr. 959.80. Samtals nemur þá þessi kostnaður kr. 57.432.00. Þess skal getið, að grunnlaun formanns voru ákveðin 300 kr., en annarra nefndarmanna 200 kr. pr. mán.

Ég tel, að með þessu sé fsp. svarað, og hef ég ekki fleiru við það að bæta.