16.02.1949
Sameinað þing: 40. fundur, 68. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í D-deild Alþingistíðinda. (5238)

125. mál, fiskiðjuver í Reykjavík

Fyrirspyrjandi (Jónas Jónsson):

Þetta fyrirtæki hefur orðið nokkuð kostnaðarsamt ríkissjóði. Það liggja nú ekki margar heimildir fyrir um þetta fyrirtæki, en það eru nokkuð margar milljónir, sem það hefur kostað. Og húsið stendur nú þannig, að það er að vísu nokkuð áleiðis komið og nokkuð nothæft, en sýnist þó utan frá tæplega nema hálfgert.

Það er ástæða til að athuga, hve mikið fé hefur eyðzt í þessa byggingu. Og ef þeim ýmsu liðum, sem eru hér í fyrirspurninni, er svarað, eins og ég geri ráð fyrir, að hæstv. fjmrh. geri, — og liðina þarf ég ekki að taka upp hér, — þá fær þjóðin glögga hugmynd um, hvað í þessum efnum er búið að gera og hvað hugsað er að gera í sambandi við þetta mikla, hálfgerða verk.